Stjórn WIFT 2024-2027

Ný stjórn WIFT 2024-2027. wift.is

Aðalfundur WIFT var haldinn 15. nóvember, 2024.
Á aðalfundi var auk venjubundinna fundarstarfa farið yfir síðasta starfsár WIFT.
En WIFT stóð meðal annars að móttöku í samstarfi við Stockfish Film Festival í Bíó Paradís þar sem skálað var fyrir 18 ára starfsemi WIFT á Íslandi.
WIFT varð á árinu aðstandandi Kvennaárs 2025 og er þar meðal á fjórða tug samtaka feminista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks. Tilgangur Kvennaárs 2025 er að leggja fram og fylgja eftir kröfum í þremur flokkum un launajafnrétti, ólaunaða vinnu og kynbundið ofbeldi, ásamt því að flétta saman baráttu fjölbreyttra félaga. WIFT mun taka þátt í dagskrá Kvennaárs og á auk þess fulltrúa í stjórn Kvennaárs 2025.

Á aðalfundinum þann 15.11.2024 var ennfremur kosin ný stjórn fram til 2027. Wift kynnir nýja stjórn með stolti.

María Sigríður Halldórsdóttir, formaður
Ylfa Þöll Ólafsdóttir, gjaldkeri
Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir, stjórnarmeðlimur
Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, stjórnarmeðlimur
Ríkey Konráðs, stjórnarmeðlimur
Lína Thoroddsen, stjórnarmeðlimur

Guðrún Daníelsdóttir, varakona
Rebekka A. Ingimundardóttir, varakona

Deila
Scroll to Top