Stockfish kvikmynda- og bransahátíð hefst í dag 3. apríl

Stockfish kvikmynda- og bransahátíð hefst í Bíó Paradís í dag, fimmtudaginn 3. apríl og stendur til 13. apríl.

Fjölbreytt dagskrá er á kvikmyndasýningum og bransa viðburðum.

Hér má sjá lista yfir þær myndir sem í boði verða.

Í ár verður ókeypis aðgangur inn á hátíðina en gestum verður gefinn möguleiki á að greiða það sem það hefur tök á að greiða ef áhugi er á að styrkja hátíðina. Miðaskráning fer fram á www.tix.is þar sem hægt er að velja miða frá 0 kr. og upp í þá upphæð sem gestir hafa kost á að borga.

Hátíðin verður að mestu haldin í Bíó Paradís í samstarfi við helstu fagfélög kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi. Að auki verður dagskrá í Hafnar.haus, Tónlistarmiðstöð og í Norræna húsinu.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur dagskrá bransadaga hér en við erum enn að bæta inn viðburðum!

Í ár verður ítalskt horn á dagskrá þar sem ítalskri kvikmyndagerð verður fagnað með mat og víni í samtarfi við IIC.

Floria Sigsmondi er heiðursgestur hátíðarinnar í ár.

Opnunarmynd Stockfish er Veðurskeytin (e. Storm alerts) og um er að ræðá Íslandsfrumsýningu myndarinnar.
Húsið opnar klukkan 18:00 með opnunarhófi Stockfish.
Staðsetning: Bíó Paradís
Boðið verður upp á umræður með leikstjóra eftir sýninguna.

Veðurskeytin er leikin heimildarmynd sem fjallar um stormasöm tímamót í lífi ástríðufulls fræðimanns; dramatísk vegferð inn á óþekkt svæði mannshugans. Doktor í miðaldafræðum frá Cambridge háskóla, sem hefur unnið til mikilla afreka á sínu sviði, þarf skyndilega að endurskoða líf sitt þegar hann er greindur með geðhvarfasýki. Hann þarf annað hvort að takast á við andleg veikindi sín á hefðbundinn hátt eða finna nýja leið til að lifa með nýjum áskorunum á eigin forsendum, með þeim veðrabrigðum sem vænta má.

Handrit: Bergur Bernburg og Jón Atli Jónasson.

Framleiðendur: Friðrik Þór Friðriksson, Magnús Árni Skúlason, Margrét Jónasdóttir og Bergur Bernburg.

Leikarar: Marteinn Helgi Sigurðsson, Kristjan Ingimarsson og Kurt Ravn.

Tónlist: Kjartan Dagur Holm og Sindri Már Sigfússon.

Tryggðu þér miða á Veðurskeytin.

 

Waves

Til heiðurs Ásgeiri H Ingólfssyni

Ásgeir H Ingólfsson var einstakur menningarrýnir og framlag hans til íslenskar kvikmynda- og menningarumræðu almennt átti sér fáar hliðstæður. Ásgeir var gagnrýnandi, blaðamaður ljóðskáld, bókmenntafræðingur og hélt úti menningarblogginu Menningarsmygl frá Prag þar sem hann var búsettur. Ásgeir var fastagestur í kvikmyndahúsum og á kvikmyndahátíðum landsins en Ásgeir lést skyndilega eftir stutt veikindi síðastliðinn janúar. Sérstök söfnunarsýning á tékknesku kvikmyndinni Waves eftir Jirí Mádl verður haldin sunnudaginn 6.apríl klukkan 14.30 en allur ágóði af seldum miðum rennur í sjóð tileinkuðum ævistarfi Ásgeirs.

„Við þurfum að smygla orðum, hugsunum og menningu yfir landamæri, á milli sálna, á milli okkar. Á milli okkar og hinna, hverjir sem hinir kunna að vera. Við þurfum að tala saman og skrifast á og hvíslast á.” Ásgeir H Ingólfsson.

Um kvikmyndina:

Myndin segir frá tveimur bræðrum sem flækjast inn í raunverulega atburði í kringum hóp fréttamanna á alþjóðlegri ritstjórn Tékkóslóvakíska útvarpsins á árunum 1967-1968. Persónur myndarinnar eru byggðar á raunverulegum meðlimum ritstjórnar International Life, undir forystu Milan Weiner.

Myndin hlaut áhorfendaverðlaun á hinni virtu Karlovy Vary kvikmyndahátíð árið 2024. Hún var valin sem fulltrúi Tékklands til Óskarsverðlauna sama ár.

Waves er aðsóknarmesta kvikmynd í sögu Tékklands.

Allur ágóði miðasölu rennur í Minningarsjóð Ásgeirs H Ingólfssonar.

Lágmarkssgjald eru 1000 krónur en hægt er að bæta við styrktarupphæðina við miðakaupin.

Tryggðu þér miða á Waves.

 

 

Deila
Scroll to Top