Veðrabrigði, 2015
Flateyri við Önundafjörð er hefðbundið íslenska sjávarþorp. Þar hefur tilveran byggst á útgerð og fiskvinnslu alla tíð. Með tilkomu kvótakerfisins færðust örlög þorpsbúa í hendur þeirra sem réðu kvótanum. Á síðustu fimm árum hefur íbúum Flateyrar fækkað um 35%. Um myndina Flokkur: Heimildamynd Frumsýnd: 26. nóvember, 2015, Bíó Paradís Lengd: 80 mín. Tungumál: Íslenska, pólska […]
Súðbyrðingur: Saga báts, 2011
Fjórir menn koma saman til að smíða bát. Eftir því sem smíðinni miðar er saga norræna súðbyrðingsins sögð frá eintrjáungi að þeirri gerð báts sem mennirnir eru að smíða. Fjórir menn ákváðu að smíða eftir Staðarskektunni „Björg“ bát sem hafði fúnað í grasi í Reykhólasveit. Smíð þessa báts er leiðarhnoð í frásögn af þróun súðbyrðingsins […]
Draumadísir, 1996
Angan af leðri, viskíi og vindlum. Tvær ungar vinkonur verða ástfangnar af sama manninum, ungum, ævintýragjörnum kaupsýslumanni. Týnd, fölsuð skjöl hleypa öllu í bál og brand í lífi þeirra sem tengjast málinu. Flokkur: Kvikmynd Frumsýnd: 21. mars, 1996, Stjörnubíó Tegund: Gaman, Drama Lengd: 90 mín. Tungumál: Íslenska Aðstandendur og starfslið Leikstjórn: Ásdís Thoroddsen Handrit: Ásdís […]
Ingaló, 1992
Ingaló vinnur hjá föður sínum á trillunni, en feðginin eiga ekki skap saman. Eftir ball í þorpinu, sem endar í slagsmálum milli þorpsbúa og áhafnar á aðkomuskipinu Matthildi ÍS 167, er Ingaló send til Reykjavíkur. Yngri bróðir hennar, Sveinn, strýkur þá að heiman. Í Reykjavík á Ingaló ástarævintýri með eldri manni, Vilhjálmi. Sveinn hafði komist […]