Tinna leikstýrir “Mundu”

Munda, Tinna Hrafnsdóttir

Tökum á stuttmyndinni “Munda” lauk í gær en handritið er eftir listakonuna og skáldið Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Tinna Hrafnsdóttir leikstýrir myndinni og Freyja Filmwork framleiðir en meðframleiðandi er Pegasus. Í aðalhlutverkum eru stórleikararnir Guðrún Gísladóttir og Sigurður Sigurjónsson og danska tökukonan Louise McLaughlin tók myndina.

Regnbogapartý nú með 11 alþjóðleg verðlaun

Eva Sigurdardottir, regnbogaparty

Fyrsta Doris Film mynd Wift á Íslandi, Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur var að vinna sín elleftu alþjóðlegu verðlaun. Myndin er gerð eftir Doris Film manifestóinu þar sem konur þurfa að gegna öllum lykilhlutverkum við gerð myndarinnar. Eva Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikstjórinn fyrir stuttmynd sína Regnbogapartý á Underwire hátíðinni í Bretlandi sem leggur áherslu […]

Yfir hundrað sögur eftir konur

Umsóknarfrestur fyrir handritasamkeppni Doris Film rann út 1.maí síðastliðinn en fresturinn var lengdur til 7.maí vegna fjölda fyrirspurna. Markmið samkeppninnar, sem er eftir sænskri fyrirmynd, er að framleiða stuttmyndir með konum í öllum lykilhlutverkum fyrir framan og aftan myndavélarnar. Stuttmyndirnar verða m.a. sendar á kvikmyndahátíðir og nýttar sem kennsluefni í myndlæsi þar sem rýnt verður […]