Hverjir fjármagna íslensk kvikmyndaverk?

kvikmyndagerð, fjármögnun, fjármagna

Ný könnun, þar sem skoðuð voru 112 kvikmyndaverk, afhjúpar hvernig íslenskar kvikmyndir eru fjármagnaðar og hvaða menningarhagræn áhrif íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur. 44% framleiðslukostnaðar er erlent fjármagn. 72,75% af framleiðslukostnaði verkanna eru launagreiðslur. Íslenskar kvikmyndir og kvikmyndaverk greiða að fullu framlag opinberra aðila á framleiðslutíma verkanna.

Kvikmyndagerð þarf innlenda fjármögnun

“Það er mjög áberandi miskilningur í netheimum í dag að íslensk kvikmyndagerð hljóti að vera “sjálfbær” fyrst hún skapi þrjár krónur inn á móti einni frá Ríki. Það er mjög mikilvægt að benda á að það er ekki hægt að fjármagna íslensk kvikmyndaverkefni erlendis ef ekki kemur fyrst til fjármögnun innanlands”.