Garn, 2016

Garn, yarn

Hið gamalgróna prjón og hekl er orðið partur af vinsælli bylgju í nútíma og götulist. Við fylgjumst með alþjólegu lista og handverksfólki útfæra þetta listform hver á sinn hátt. Þetta litríka og alþjóðlega ferðalag byrjar á Íslandi og varpar meðal annars ljósi á það hvernig garn tengir okkur öll á einn eða annan hátt. Hópur […]

Heiti Potturinn, 2016

Heiti potturinn

Heiti Potturinn er stutt heimildarmynd sem að fangar einstaka og heillandi menningu Íslendinga – umræðurnar og persónurnar í heita pottinum. Myndin færir áhorfandann inn í heim heita pottsins og fléttar saman myndskreytingum og hljóðmynd við klassíska heimildarmyndagerð. Um myndina Flokkur: Heimildamynd Tungumál: Íslenska Aðstandendur og starfslið Leikstjórn: Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Handrit: Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Aðalframleiðandi: […]

InnSæi: The Sea within, 2016

Innsæi; The Sea Within

Saga um tilvistarkreppu, sköpunarkraft, náttúru og vísindin á bak við tengslin við okkar innri mann. InnSæi fer með áhorfendur í ferðalag um heiminn til þess að læra listina að tengja inn á við í heimi hraða og áreitis. Nýjir tímar kalla á breytt hugarfar og meðvitaða skynjun. InnSæi býður áhorfendum í ferðalag inn í hulinn […]

Keep Frozen, 2016

Keep Frozen

Á kaldri vetrarnóttu siglir drekkhlaðinn frystitogari inn í gömlu höfnina í Reykjavík. Í frystilestinni eru 20.000 fiskikassar, hitastigið er -35 C. Hópur manna hefur tvo sólarhringa til að tæma skipið. Á meðan við fylgjumst með þeim framkvæma hið ómögulega heyrum við sögur af karlmennsku og rómantík, gamni og dauðans alvöru. Um myndina Flokkur: Heimildamynd Frumsýnd […]

Ég vil vera skrítin, 2015

Ég vil vera skrítin

Kitty Von-Sometime er bresk listakona sem hefur verið búsett á Íslandi í átta ár. Hún er hvað þekktust fyrir ‘The Weird Girls Project’, sem er röð verka eða myndbandsþátta þar sem konur eru í forgrunni. Hver þáttur er einstakur og byggist upp ákveðinni hugmyndafræði. Kitty fær hóp kvenna með sér í hvern þátt en markmið […]

Ferðin heim, smásögur úr Árneshreppi á Ströndum, 2015

Ferðin heim

Ferðin heim – smásögur úr Árneshreppi á Ströndum” er íslensk heimildarmynd um mannlífið og náttúruna í þessum fámennasta og afskekktasta hreppi Íslands. Í myndinni leiðir María Guðmundsdóttir, ljósmyndari, sem alin er upp í Árneshreppi, áhorfendur inn í daglegt líf og störf fólksins í hreppnum. María kvikmyndaði meginhluta myndarinnar á árunum 2009 – 2014. Vigdís Grímsdóttir, […]

Hvað er svona merkilegt við það? 2015

Hvað er svona merkilegt við það?

Hvað er svona merkilegt við það fjallar um skrautlega kvennabaráttu níunda og tíunda áratugarins. Myndin rekur sögu Kvennalistans og annara kvenfrelsishræringa á gróskumiklum tímum og hvað gerist þegar grasrótarsamtök storma inn í hið skipulagða kerfi. Við lendum þó árið 2015 eftir nokkur ferðalög m.a. til Afghanistan. Viðmælendur eru flestir þjóðþekktir fyrir störf sín á ýmsum […]

Konur rokka, 2015

Dúkkulísur

Hljómsveitin Dúkkulísur er ein fyrsta íslenska hljómsveit landsins sem eingöngu er skipuð konum og er enn starfandi, 32 árum eftir stofnun. Hljómsveitin, sem er skipuð sjö konum, hefur alla tíð lagt metnað sinn í að semja eigið efni og hefur verið ófáum stelpum/konum fyrirmynd í hljómsveitarbransanum. Í heimildarmyndinni Konur rokka er saga hljómsveitarinnar rifjuð upp […]

Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum, 2015

Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum

Skömmu eftir hernámið í seinni heimsstyrjöldinni fór allt á annan endann í íslensku samfélagi vegna samskipta kvenna við setuliðið. „Ástandsstúlkur“ voru fordæmdar í dagblöðum og ráðamenn þjóðarinnar töluðu um að lauslæti og skækjulifnaður ógnaði íslensku þjóðerni og þjóðarsóma. Í kjölfarið var gripið til fordæmalausra mannréttindabrota; sjálfræðis- og frlesissviptinga ungra kvenna undir yfirskyni björgunar. Heimildamyndin Stúlkurnar […]

Salóme, 2014

Salome

Salóme Herdís Fannberg hætti að búa til list til að geta sinnt lífinu. Núna er það listin sem heldur henni lifandi. Salóme Herdís Fannberg, er veflistakona á sextugsaldri. Þrátt fyrir mikil veikindi vefur hún í gríð og erg. Ég man varla eftir henni öðru vísi en fyrir framan vefstólinn. Samt hætti hún að vefa í […]