æ ofaní æ, 2014

æ ofaní æ

Tvíhliða verkefni sem sameinar myndlist og kvikmyndir. Það samanstendur af 53 mínútna kvikmynd og fjölskjáa innsetningu sem fylgir eftir farandmyndlistarsýningu. Innblásturinn eru verk Hreins Friðfinnssonar og myndin rannsakar hið óræða eðli tíma og minnis. Vísindamaðurinn Aika vinnur á rannsóknarstofu Tímans í Finnlandi. Hún afhjúpar baksögu tilraunar sem fól í sér að tvíburabræður voru aðskildir í […]

Höggið, 2013

höggið

Heimildarmyndin Höggið fjallar um aðdraganda, atburðarás og eftirmál hörmulegs sjóslyss á jólanótt árið 1986 þegar íslenskt flutningaskip, M/S Suðurland, fórst norður í Atlandshafi. Um borð voru 11 manns en þeir fimm sem lifðu slysið af þurftu að hafast við í rifnum gúmbjörgunarbát hálffullum af sjó í einar 14 klukkustundir þar til hjálp barst. Margar þjóðir […]

St. Sig: Strigi og flauel, 2013

Steinþór Sigurðsson

St. Sig: Strigi og flauel er heimildamynd um ævi og störf Steinþórs Sigurðssonar myndlistarmanns og leikmyndahönnuðar. Sagt er frá uppvaxtarárunum í Stykkishólmi, námsárunum í Svíþjóð og á Spáni og skyggnst inn í afar litríkan og áhugaverðan feril Steinþórs við leikmyndahönnun og málaralist en Steinþór er meðal merkustu abstraktmálara sinnar kynslóðar. Steinþór tilheyrir hópi svokallaðra abstrakt […]

Fit Hostel, 2013

Fit hostel

Á gistiheimilinu Fit í Njarðvík er rekið flóttamannahæli. Þar hafast við hælisleitendur frá ólíkum heimhornum sem hafa flúið heimalönd sín vegna stríðs, ofsókna, eða annarra hörmunga. Þeir koma frá Afghanistan, Írak, Íran, Rússlandi, Máritaníu, Súdan, Alsír o.s.frv. Margir hafa dvalið þar árum saman á með mál þeirra þvælast í kerfinu. Fylgst er með nokkrum einstaklingum […]

Baráttan um landið, 2012

Baráttan um landið

Baráttan um landið er saga landsins, sem áætlað er að nýta undir raforkuframleiðslu fyrir stóriðju, sögð á auðmjúkan hátt af fólkinu sem býr á og unnir þessu landi. Myndin segir sögu þeirrar náttúru sem er í hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda og raforkuframleiðslu fyrir stóriðju á Íslandi. Einnig drepur sagan á þeim ómetanlegu náttúruperlum sem nú […]

Hrafnhildur: Heimildamynd um kynleiðréttingu, 2012

Hrafnhildur

„Kynleiðrétting er ekki val, hún er nauðsyn,“ segir Hrafnhildur sem eftir 26 ára þögn tilkynnti fjölskyldu sinni og vinum að hún væri ekki strákur – heldur stelpa. Hún hafði þá lengi reynt að bæla niður tilfinningar sínar og lifa sem strákurinn Halldór Hrafn. Hlutverkaleikurinn var henni óbærilegur og að lokum varð henni ljóst að valkostirnir […]

Ibba & Jósa – matargerð með hjarta og sál, 2012

Ibba & Jósa

Á götuhorni einu í Þingholtunum í Reykjavík starfa tvær konur við matargerð á veisluþjónustunni Mensu. Önnur á fertugsaldri, hin á sjötugsaldri. Hvernig er samskiptum tveggja kvenna á þessum aldri háttað? Hvernig kynntust þær og hvað dregur þær saman? Samband þeirra er einstaklega fallegt og einlægt og varpar myndin ljósi á samskipti þeirra í daglegu amstri […]

7 ár, 2011

7 ár

Fjórtán Íslendingar á áttunda ári eru viðfangsefni myndarinnar 7 ár, sem er innblásin af hinni víðfrægu þáttaröð Michael Apted – Up. Börnin eru hvaðanæva að af landinu, bæði úr sveit og borg. Öll börnin voru heimsótt og tekin tali á heimilum sínum sem og í skólanum. Hvernig menning og samfélag endurspeglast í sínum yngstu þátttakendum […]

Amma Lo-fi: Kjallaraspólur Sigríðar Níelsdóttur, 2011

Sigríður Níelsdóttir, Amma Ló-Fi

Uppúr sjötugu fór Sigríður Níelsdóttir að taka upp og gefa út sína eigin tónlist beint úr stofunni heima. Á sjö árum urðu geislaplötur hennar 59 talsins, litlar fjársjóðskistur af sérviskulegum, grípandi tónsmíðum þar sem fléttast saman ólíkar hljóðuppsprettur; mjálm og korr gæludýra Sigríðar, ýmiss konar leikföng, eldhússlagverk og Casio-hljómborð. Áður en leið á löngu varð […]

Krossgötur, 2011

krossgötur

Jónas er á krossgötum í lífinu eftir að hafa snúið heim í smábæinn sinn í North Dacota frá Noregi þar sem hann nam forníslensku. Myndinni er leikstýrt frá Íslandi yfir internetið, en Jónas tók efnið upp og sendi til Íslands þar sem það var klippt af Svölu Georgsdóttur. Um myndina Flokkur: Heimildamynd Lengd: 20 mín. […]