Oddi, 2011
Í myndinni fáum við að kynnast íslenskum sjávarútvegi og því sem fólk er að sýsla við hjá Odda flesta daga. Myndin er kynningarmynd um fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækið Odda hf, sem er burðarstólpi atvinnulífsins á Patreksfirði með rúmlega 40 ára gamla farsæla sögu. Oddi rekur nútímalega fiskvinnslu og fiskimiðin þar sem fyrirtækið sækir árlega sín 4 […]
Rangsælis, 2011
Myndin er portrett af Íslandi, séð með augum ungs pars sem ferðast með kornabarn rangsælis í kringum landið, í leit að sínu eigin sjónarhorni á fegurðina og raunveruleikann. Tólf klukkutímar urðu að tólf mínútum í þessari mynd sem er einskonar hugleiðing um ferðalög og ferðalanga, en hún varpar ljósi á væntingar og vonbriði ferðalangsins og […]
Skakkakrepes, 2011
Viðskiptahugmynd kviknar við eldhúsborðið. Bleikar pönnukökur með skinku og osti. Og þá er komið að því. Fyrsta Skakkakrepes veislan er haldin í Havarí. Hljómsveitin Mr. Silla leikur fyrir matargesti og krepesmeistarinn hefur vart undan að steikja. Í lok dagsins er talið upp úr kassanum og dæmið reiknað til enda. En kemst meistarinn heim til sín? […]
Súðbyrðingur: Saga báts, 2011
Fjórir menn koma saman til að smíða bát. Eftir því sem smíðinni miðar er saga norræna súðbyrðingsins sögð frá eintrjáungi að þeirri gerð báts sem mennirnir eru að smíða. Fjórir menn ákváðu að smíða eftir Staðarskektunni „Björg“ bát sem hafði fúnað í grasi í Reykhólasveit. Smíð þessa báts er leiðarhnoð í frásögn af þróun súðbyrðingsins […]
Faceland, 2010
Ungir Íslendingar tjá sig um hið vinsæla tengslaforrit Facebook. Hvað finnst hryllingsmyndagúrúinu og magadansmeynni Guðrúnu um að fólk breyti í sífellu sambandsupplýsingum sínum? Hvernig býr hjúkrunarfræðineminn Gunnar til hetjulega ímynd af sjálfum sér á notendasíðunni sinni? Færir forritið fólk saman eða er megin tilgangurinn sá að njósna um náungann? Sex ungir Íslendingar segja frá lífi […]
Frelsi? 2010
Mannfræðileg heimildarmynd um fíkla sem frelsast í sértrúarsöfnuðum borgarinnar. Er þetta endir fíknarinnar eða er þetta einfaldlega byrjunin á annars konar ánetjun? Um myndina Flokkur: Heimildamynd Lengd: 35 mín. Tungumál: Íslenska Aðstandendur og starfslið Leikstjórn: Esther Ösp Valdimarsdóttir Stjórn kvikmyndatöku: Daníel Bjarnason (I) Þátttaka á hátíðum Skjaldborg, 2010
Fríur fantasiur, 2010
Rita og Gunnhild eru rosknar áhugalistakonur. Báðar búa í Færeyjum en hvor á sinni eyjunni og þekkjast ekki. Þær láta aldurinn ekki aftra sér heldur leyfa sköpunarkraftinum og hugarfluginu að fá útrás. Konurnar tvær beita ólíkum aðferðum við listsköpun sína en eiga það sameiginlegt að stilla verkunum upp í garðinum sínum heima. Listaverkagarðarnir þeirra Ritu […]
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin, 2010
Aðeins 23 klukkustundum eftir skjálftann á Haiti árið 2010, lenti flugvél með íslenska alþjóðasveit innaborðs á flugvellinum á Haiti. Sveitin varð fyrsta alþjóðasveit á vettvang og fékk það hlutverk að hefja skipulagninu björgunarstarfs á Haiti. Þar reyndi á hvert einasta atriði sem æft hafði verið á úttektaræfingu árið áður og miklu meira en það. Við […]
Reynir Pétur gengur betur, 2010
Í myndinni er talað við Reyni Pétur sem gekk hringinn í kringum landið og safnaði talsverðu fé fyrir Sólheima í Grímsnesi árið 1985. Sýndir eru gamlir viðtalsbútar og myndir frá 1985, ásamt því að Reynir Pétur segir frá göngunni, rifjar upp gamlar stundir, greinir frá sýn sinni á lífið og deilir með áhorfendum leyndarmálum og […]
Allar mættar, 2009
Allar mættar er íslensk heimildamynd sem byggir á íslenskum raunveruleika. Hún segir frá Ástbjörgu Gunnarsdóttur sem hefur rekið sama fimleikahópinn í 50 ár. Í áranna rás hefur hún myndað sérstakt og náið samband við konurnar í hópnum. Sumar þeirra hafa gengið til liðs við sérstakan sýningarhóp sem hefur sýnt út um allan heim, allt frá […]