Opnum augun, yfirlýsing frá stjórn WIFT á Íslandi
WIFT (Women In Film and Television) á Íslandi stóð fyrir gjörningi á Eddunni um síðustu helgi þar sem konur í kvikmyndagerð mættu í jakkafötum. Tilgangur gjörningsins var ekki að gagnrýna úthlutanir kvikmyndasjóðs heldur að vekja athygli á hversu einsleitt samfélagið er þegar aðeins sögur karla eru sagðar og sýn karla ein metin vænleg til framleiðslu. […]
Kvikmyndagerð þarf innlenda fjármögnun
“Það er mjög áberandi miskilningur í netheimum í dag að íslensk kvikmyndagerð hljóti að vera “sjálfbær” fyrst hún skapi þrjár krónur inn á móti einni frá Ríki. Það er mjög mikilvægt að benda á að það er ekki hægt að fjármagna íslensk kvikmyndaverkefni erlendis ef ekki kemur fyrst til fjármögnun innanlands”.