Sundáhrifin, 2016
Sundáhrifin fjallar um Samir, sem er staðráðinn í því að bæta ráð sitt gagnvart sundkennara sínum Agathe, sem hann er yfir sig ástfanginn af. Hann eltir hana alla leið til Íslands en það kemur babb í bátinn þegar hann verður fyrir rafstraumi og missir minnið. Hvernig getur Samir bætt fyrir eitthvað sem hann man ekki? […]
Stars Above, 2012
Segir sögu þriggja kynslóða kvenna sem búa í sama húsinu í finnskri sveit. Árið 1942 er Saima ung og spræk kennslukona sem rekur heimilið af myndarskap meðan maður hennar er á vígstöðvunum. Hún á í leynilegu sambandi við sjarmerandi einhentan hermann og þau eignast saman dótturina Tuulikki. Við fylgjumst með henni á ofanverðum áttunda áratugnum […]
Kóngavegur, 2010
Kóngavegur gerist í hjólhýsahverfi og segir frá atburðum sem eiga sér stað þegar Júnior kemur heim eftir 3 ára fjarveru í útlöndum. Hann er með ýmis vandræði í farteskinu og vonar að faðir hans geti greitt úr þeim. Heimkoman reynist hins vegar ekki alveg eins og hann átti von á. Flokkur: Kvikmynd Frumsýnd: 26. mars, […]
Skrapp út, 2008
Anna Hallgrímsdóttir býr í Reykjavik ásamt tveimur sonum sínum. Langþreytt á kuldanum á Íslandi ákveður hún að selja rekstur sinn og flytja af landi brott. Reksturinn, sem er kannabissala, blómstrar og Anna ráðgerir að selja hann fyrir gott verð. Kaupandinn er eiturlyfjasali sem segist geta útvegað kaupverðið á næstu 48 tímum (innifalinn í kaupverðinu er […]
Sveitabrúðkaup, 2008
Inga og Barði hafa ákveðið að giftast eftir þriggja ára sambúð. Athöfnin á að fara fram í lítilli sveitakirkju sem er í rúmlega klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. Inga vill halda í gamlar hefðir og hefur ákveðið að brúðguminn fái ekki að líta brúðina augum fyrr en við altarið. Svo Inga, Barði og gestirnir – það […]
Dís, 2004
Dís er tuttugu og þriggja ára stúlka á krossgötum. Hún býr með vinkonu sinni Blævi í miðbæ Reykjavíkur og vinnur á Hótel Borg, en er enn að fikra sig áfram á menntabrautinni og á torfærum vegum ástarinnar. Þetta er Dís; óvenjulega venjuleg stelpa, eða hvað? Flokkur: Kvikmynd Frumsýnd: 3. september, 2004 Tegund: Gaman Lengd: 82 […]
Stormviðri, 2003
Stormviðri er mynd um vináttu milli Coru, fransks geðlæknis og sjúklings hennar. Flokkur: Kvikmynd Frumsýnd: 18. september, 2003 Tegund: Drama Lengd: 93 mín. Tungumál: Franska, Íslenska Titill: Stormviðri Aðstandendur og starfslið Leikstjórn: Sólveig Anspach Handrit: Sólveig Anspach Stjórn kvikmyndatöku: Benoit Dervaux Klipping: Anne Riegel Tónlist: Alexandre Desplat Aðalframleiðandi: Patrick Sobelman Meðframleiðandi: Baltasar Kormákur Leikarar Aðalhlutverk: […]
Reykjavík Guesthouse: Rent a Bike, 2002
Jóhann er þrítugur gistihússeigandi í miðborg Reykjavíkur sem hefur einangrað sig frá umheiminum í kjölfar fráfalls föður síns. Hann heldur til á gistihúsinu án þess að taka við gestum og hefur skapað sér sína eigin veröld þar sem hann þarf sem minnst að kljást við samfélagið og samborgarana. Inn í hans litlu veröld fléttast Finnur, […]
Stella í framboði, 2002
Stella og Salomon reka fyrirtækið Framkoma.is og taka að sér yfirhalningar og kenna fólki hvernig á að koma fram. Salomon tekur að sér að umbreyta litlu þorpi og Stella tekur að sér að kenna stjórnmálamönnum framkomu, því kosningar eru á næsta leiti. En fyrir misskilning endar Stella í framboði fyrir Centrum-listann og er skyndilega komin […]
Regína, 2001
Regína er ósköp venjulega 10 ára stelpa í Reykjavík en uppgötvar dag einn að hún getur látið alls konar hluti gerast ef hún syngur um þá. Regína og Pétur vinur hennar taka saman höndum og hrinda af stað áætlun sem varðar þeirra framtíð og foreldra þeirra. Þegar hinn óprúttni hárkollusölumaður, Ívar, dúkkar óvænt upp og […]