æ ofaní æ, 2014
Tvíhliða verkefni sem sameinar myndlist og kvikmyndir. Það samanstendur af 53 mínútna kvikmynd og fjölskjáa innsetningu sem fylgir eftir farandmyndlistarsýningu. Innblásturinn eru verk Hreins Friðfinnssonar og myndin rannsakar hið óræða eðli tíma og minnis. Vísindamaðurinn Aika vinnur á rannsóknarstofu Tímans í Finnlandi. Hún afhjúpar baksögu tilraunar sem fól í sér að tvíburabræður voru aðskildir í […]
Rangsælis, 2011
Myndin er portrett af Íslandi, séð með augum ungs pars sem ferðast með kornabarn rangsælis í kringum landið, í leit að sínu eigin sjónarhorni á fegurðina og raunveruleikann. Tólf klukkutímar urðu að tólf mínútum í þessari mynd sem er einskonar hugleiðing um ferðalög og ferðalanga, en hún varpar ljósi á væntingar og vonbriði ferðalangsins og […]
Eins og við værum, 2010
Listamaður og módelið hans eru gestir í borg sem er að sökkva í sæ. Þeir setja upp vinnustofu og ákveða að mála eitt portrett á dag á meðan þeir eru fastir þarna. Málverkin hrannast upp og borgin umturnast í kuldalegan og þrúgandi stað sem þeir vilja helst komast burt frá. Tilvera þeirra verður stöðug endurtekning […]
Steypa, 2007
Heimildamyndin Steypa er mynd um íslenska samtímamyndlist. Í myndinni er fylgst með sjö listamönnum um tveggja ára skeið. Þeir eru að koma undir sig fótunum heima og erlendis og tengjast hvor öðrum á ýmsan hátt. Steypa gefur innsýn í vinnuferli og viðhorf þessarar kynslóðar, sýnir hvernig hugmyndir fæðast og eru útfærðar í listaverk. Ásmundur hellir […]