Fyrirlestur og stuttmyndanámskeið fyrir stúlkur

fyrirlestur, stutmyndanámskeið

Wift á Íslandi skipuleggur nú röð fyrirlestra og námskeið sem tengjast kvikmyndum og sjónvarpi.  Fyrsti fyrirlesturinn af þessu tagi frem fram í Miðstöð Skapandi Greina við Hlemm (Laugarvegi 105) og ber yfirskriftina “Youtube, þín eigin sjónvarpsstöð” þar sem Marianna mun fjalla m.a. um notkunarmöguleika youtube,peningamódel og þau lykilatriði sem skipta máli í uppsetningu youtube síðu […]

Ársgjald ákveðið á aðalfundi

aðalfundur, ársgjald, wift

Aðalfundur Wift var haldinn á Hótel Öldu þann 20. nóvember síðastliðinn. Stjórn félagsins var endurkjörinn en formaður er Dögg Mósesdóttir og í stjórn eru Silja Hauksdóttir, Vera Sölvadóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Nýjir varamenn eru Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Eydís Eir Björnsdóttir.

Aðalfundur Wift

wift, aðalfundur

Aðalfundur Wift verður haldinn fimmtudaginn 20.nóvember á Hótel Öldu Laugavegi 66-68 frá kl. 20.00-22.00. 

Úrslit Doris Film

Doris Film

Í vor efndi Wift og Doris Film á Íslandi til handritasamkeppni meðal kvenna. Doris film verkefnið er aðlögun að sænsku verkefni sem hófst árið 1999 og ól af sér níu stuttmyndir og kennsluefni um kynjahlutföll í kvikmyndum og nú liggja úrslit fyrir.

Húrra fyrir Svíþjóð

Berlín, jafnrétti, wift, Svíþjóð

Um síðustu helgi sótti ég pallborðsumræður á vegum EWA (European womens audiovisual network) sem vöktu talsverða athygli á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum. Fjallað var um pallborðsumræðurnar á vefsíðu Hollywood reporter.

Áskorun frá stjórn WIFT vegna ráðningar útvarpsstjóra RÚV

RUV

Í tilefni af yfirvofandi ráðningu nýs útvarpsstjóra hjá Rúv hefur stjórn Wift sent stjórn RÚV ohf áskorun um að virða jafnréttislög við ráðningu í stjórnunarstöður og um leið rétta hlut kvenna innan stofnunarinnar. Í áskoruninni segir m.a:

Opnum augun, yfirlýsing frá stjórn WIFT á Íslandi

Eddan 2013

WIFT (Women In Film and Television) á Íslandi stóð fyrir gjörningi á Eddunni um síðustu helgi þar sem konur í kvikmyndagerð mættu í jakkafötum. Tilgangur gjörningsins var ekki að gagnrýna úthlutanir kvikmyndasjóðs heldur að vekja athygli á hversu einsleitt samfélagið er þegar aðeins sögur karla eru sagðar og sýn karla ein metin vænleg til framleiðslu. […]

Vantar fleiri sögur!

Dögg Mósesdóttir

„Það vantar tvímælalaust fleiri kvenhlutverk og fleiri sögur um konur,” segir kvikmyndagerðarkonan Dögg Mósesdóttir sem er formaður félagsins Konur í kvikmyndum og sjónvarpi í viðtali við www.visir.is Dögg segir engan vafa á því að það hallar verulega á konur í kvikmyndagerð á Íslandi. Tilnefningar til Eddunnar sýna svo ekki verður um villst að konur standa […]