Leikstjórinn Þóranna Sigurðadóttir er ein af 25 kvenleikstjórum sem hafa verið valdar til að taka þátt í AFI Conservatory Directing Workshop for Women, námskeið fyrir kvenleikstjóra á vegum AFI og Twentieth Century Fox Film.

Markmiðið með námskeiðinu er fjölga kvenleikstjórum sem leikstýra stórum stúdíó myndum með því að gefa nemendunum tækifæri til að leikstýra stuttmyndum byggðar á eftirfarandi myndum: ALIEN, CHRONICLE, DIE HARD, ERAGON (Fox 2000), THE FLY, THE MAZE RUNNER, THE OMEN, PLANET OF THE APES and PREDATOR

Nemendur fá tækifæri til að kynnast framleiðslu myndversins og að lokum fá leikstjórarnir að kynna hugmyndina fyrir stjórnendum myndversins. Aðeins einn leikstjóri fær tækifæri til að gera mynd með aðgangi að allri leikmynd og leikmunum úr myndinni og fjármagni og aðstöðu frá Twenieth Century Fox. Að auki fær sú útvalda, tækifæri til að pitcha nýja mynd í fullri lengd fyrir stjórnendum myndversins.

Þóranna hefur áður átt velgegni að fagna með stuttmynd sinni Zelos og tónlistarmyndbandi sem hún leikstýrði fyrir Red hot chili peppers við lag þeirra Go Robot.

Go Robot

 

Heimild: http://blog.afi.com/afi-taps-25-alumnae-for-fox-filmmakers-lab/