Vigdís frumsýnd

Vigdís Finnbogadóttir, þáttaröð, frumsýnd á RÚV. wift.is

RÚV frumsýndi um hátíðarnar nýja leikna þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur, forseta.
Þáttaröðin hefur verið í þróun í yfir 10 ár og því var frumsýningarinnar beðið með óþreyju.
Margar áskoranir fylgja því að túlka Vigdísi Finnbogadóttur, konuna, sem braut blað í heimssögunni, var fyrirmynd
íslenskra kvenna í áratugi og er enn. Hvernig gekk að endurskapa þá veröld, sem var á meðan Vigdís óx úr grasi og
þjóðin mótaði í fyrsta þjóðkjörna kvenforseta heims?
Á RÚV er hægt að sjá þáttaröðina en einnig skyggnast á bak við tjöldin og fá innsýn í handrita- og framleiðsluferli þáttanna.

Smelltu þér t.d. á Vigdísi á bak við tjöldin HÉR

Deila
Scroll to Top