Ert þú týpan sem að elskar gellumyndir? Eða finnst bara gaman að drekka bjór í gópum félagsskap kvikmyndakvenna og kvára?
Þá er þetta viðburðurinn fyrir þig!
Við bjóðum alla meðlimi WIFT velkomin á fyrsta WIFT pub quizið í Bíó Paradís! Þemað í þetta sinn er ,,Chick-flicks” eða ,,gellumyndir.”
Húsið opnar klukkan 20:00
Pub Quiz hefst klukkan 21:00
Við hvetjum fólk til þess að mæta klukkan 20:00 til þess að kaupa sér á Bíó Barnum, hitta fólk og spjalla.
Spyrlar verða Anna Karen og Júlíana Kristín.
Við hlökkum til að sjá sem flest!

