WIFT 2016-12-08T14:35:59+00:00

WIFT FÉLAGSFRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Aðalfundur Wift 2018

HEIMURINN

  • women in film and television, wift international

Wift international

FRÆÐSLA

  • meril streep, wift.is

FRÆÐSLA

GREIÐA FÉLAGSGJALD
LOGIN-WIFT FÉLAGAR

ALLS KONAR MIKILVÆGT

wift.is er lifandi miðill kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi.
Við erum að ljúka grunnuppbyggingunni, en eigum talsvert verk eftir, sumt klárast á næstu dögum, en annað kemur í framhaldinu.
Það sem skiptir mestu máli er að ÞIÐ, KONUR GÓÐAR Í WIFT, leggist með á árarnar, sendið endilega inn efni og fréttir af því sem þið eruð að gera eða ef þið búið yfir þekkingu sem þið viljið deila með stallsystrum ykkar.

Síðan er tvískipt í meginþáttum.

1. VIFTAN er fréttamiðill og öllum opinn.
Hér viljum við gera veg kvenna í skapandi greinum sem allra stærstan og mestan. Þess vegna, þurfið þið að senda okkur fréttir af því sem þið eruð að gera, svo við getum látið vita af því á netinu og dreift héðan. Látið ykkur ekki dreyma um að allir viti bara allt í einu af því hvað þið eruð að gera góða hluti – markaðssetning er til alls fyrst – og skaffar ykkur peninga í verkin ykkar. Auk þess sem þið eruð hver og ein lifandi fyrirmynd annarra kvenna sem vilja skapa og gera. Svo hendið ykkur á lyklaborðið og sendið upplýsingar á wift@wift.is, og enga auðmýkt takk.

VIFTAN er einnig staðurinn þar sem þið getið sent inn og látið birta greinar, sem eru almenns eðlis um kvikmyndir, sjónvarp og/eða aðra skapandi iðju. Því meiri þekkingu, sem við getum safnað á einum stað, því betri verður miðillinn og því meira vinnur hann fyrir stöðu kvenna í skapandi greinum. Svo enn og aftur – kasta sér yfir lyklaborðið og deila skoðun og þekkingu. Senda afraksturinn á wift@wift.is
Í framtíðinni munu skráðar félagskonur geta skrifað fréttir og greinar beint á vefinn sem munu birtast eftir yfirferð (ekki ritskoðun heldur til að tryggja að uppsetningin sé tæknilega rétt).

Munið svo að skila ávallt inn myndum í góðri upplausn og/eða slóðum á myndbönd á youtube.com eða vimeo.com. Uppáhalds stærðin okkar fyrir vefinn er 1200 x 600 pix (b:h) og þyngd ekki mikið yfir 120kb.

2. WIFT – er svæði félagskvenna.
Forsíðan er öllum opin, en undirsíður og ýmsar aðgerðir einungis aðgengilegar þeim félagskonum sem hafa greitt félagsgjald WIFT hér á síðunni.
Félagsgjaldið greiðir maður í Búðinni – http://www.wift.is/bud og búðin virkar alveg eins og allar aðrar verslanir á netinu þar sem þið farið frá innkaupakörfunni yfir í greiðsluferli. Þar sem WIFT veður ekki í peningum er síðan eins og er einungis tengd við Paypal greiðslugátt og þess vegna þarf að rukka félagsaðild og annað sem sett er í búðina í Evrum. (Þið megið gjarna koma með vörur, sem þið viljið láta setja á hillurnar í umboðssölu)
Þið þufið ekki að hafa Paypal til að ganga frá aðild og Paypal tekur við öllum almennum og alþjóðlegum greiðslukortum. Við reiknum með að hægt sé að ganga í kaup á félagsgjaldi frá og með 18. desember (erum að bíða eftir síðustu samþykkt frá banka og Paypal). Þegar gengið er frá aðildargjaldi er um leið gengið frá áskrift þannig að gjaldið endurnýjast sjálfkrafa að ári liðnu. Alltaf er hægt að fylgjast með því á “Mín síða” og að sjálfsögðu stöðva greiðslu ef þú ákveður að hætta að vera félagi.

Á lokaða svæðinu eru einnig tveir ansi spennandi hlutir.

GAGNAGRUNNUR sem mun byggjast upp með ykkur. Gagnagrunninum er ætlað að innihalda eins víðtækar og miklar upplýsingar um íslenskar konur í kvikmyndum og sjónvarpi og völ er á. Félagskonur geta sjálfar skráð upplýsingar og viðhaldið (þessi virkni opnast þegar félagsgjöld eru greidd og aðgangur hefur verið virkjaður). Allir geta flett upp í gagnagrunninum og leitað eftir hæfileikaríkum konum á hinum ýmsu sviðum.

MARKAÐSTORG sem er opið fyrir alla, sem þurfa að leita að konum til verka eða því sem er til sölu á torginu. En einungis félagskonur geta sett upp verktilboð, leitað eftir verkefnum, auglýst sjálfar sig og/eða selt hluti á svæðinu. Um leið og félagskona hefur virkjað félagsaðild, þá opnast henni þessi heimur. Verið duglegar að nýta aðgerðina, því þá er auðveldara fyrir WIFT að dreifa upplýsingunum.

ÞEKKINGAGRUNNUR – góð hugmynd, sem bíður eftir ykkur!
HVERNIG GERUM VIÐ? Við viljum biðja ykkur sem liggið inni með þekkingu, tips & trick fyrir aðrar konur að senda inn efnið svo við getum búð til þekkingagrunn á lokaða svæðinu. Sendið allt sem ykkur finnst þarflegt, með mynd (má líka vera vídeó) til wift@wift.is.

BÍÓRÁS ÍSLENSKRA KVENNA – góð hugmynd sem bíður mestmegnis eftir ykkur!
Wift gengur með þá hugmynd að safna saman verkum íslenskra kvenna á einn, aðgengilegan stað, þar sem hægt er að njóta þeirra. Eins og er eru verkin dreifð um allt eða ekki aðgengileg á netinu. Bíórásin er VOD (Video on demand) og mun verða öllum aðgengileg, sem borga fyrir áhorf. Wift mun halda utan um og reka rásina og tekur því 30% af innheimtu gjaldi til rekstrarins – 70% fellur til rétthafa. Vinsamlegast hafið samband við wift@wift.is um næsta skref – samningurinn bíður eftir ykkur og áhorfendur líka.

Munið að kíkja inn á wift.is aftur og borga félagsgjöldin eftir 18. desember.

Til hamingju með 10 ára afmælið konur góðar!