Dögg Mósesdóttir og Halla Þórlaug taka við framkvæmdastjórn Stockfish film festival

dogg-moses-halla-thorlaug-stockfish

Kvikmynda- og bransahátíðin Stockfish hefur opnað fyrir innsendingar í stuttmyndakeppnina sína, Stockfish. Hátíðin mun fara fram í Bíó Paradís dagana 3. apríl – 13. apríl.

Dögg Mósesdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir hafa tekið við framkvædastjórn hátíðarinnar. Dögg er kvimyndagerðarkona og fyrrum stjórnandi Northen Wave Film Festival og Halla Þórlaug er fyrrum stjórnandi bókmenntahátíðarinnar Queer Situation og fyrrum dagskrárgerðarkona á Rás 1.

Í tilkynningu Stockfish segir:
Sprettfiskur er vettvangur fyrir efnilega kvikmyndagerðarmenn og veitir þeim tækifæri til að kynna verk sín fyrir innlendum og erlendum kvikmyndaáhorfendum. Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum, fyrir leiknar stuttmyndir, heimildastuttmyndir, tónlistarmyndbönd og tilraunakenndar stuttmyndir. Bestu stuttmyndirnar verða sýndar á RÚV og hljóta sigurvegaranir auk þess peningaverðlaun og aðgang að tækjabúnaði KUKL tækjaleigu.

Hámarkslengd myndanna er 30 mínútur, þær þufa að vera íslenskar að uppruna (höfundur/leikstjóri og/eða framleiðandi þurfa að vera íslensk) og framleiðslu má ekki hafa verið lokið fyrir janúar 2024. Leikstjóri tónlistarmyndbanda þarf að vera íslenskur og lagið frumsamið. 20 valdar stuttmyndir verða sýndar á Sprettfisk.

Skilafrestur mynda er til 25. febrúar næstkomandi og sótt er um í gegnum Filmfreeway.com/Shortfish. Nánari upplýsingar má finna á vef hátíðarinnar.

Það mun án efa vera viðburðaríkir dagar 3.-13. apríl 2025 í Bíó Paradís vegna Stockfish hátíðarinnar. Að venju verður fjölbreytt dagskrá kvikmyndasýninga, viðburða og bransadaga, sem fara fram bæði í Bíó Paradís og víðar í borginni.

Deila
Scroll to Top