Í myndinni Lystin að lifa er sögð saga Örnu Þórsdóttur sem glímir við átröskun. Arna, sem er 18 ára, hefur verið veik í sex ár og hefur sjúkdómurinn haft víðtæk áhrif á líf hennar. Í myndinni er rætt um sjúkdóminn við aðstandendur hennar, vini, formann Forma-samtakanna og geðlækni.

Myndin segir á hispurslausan hátt frá baráttu 18 ára íslenskrar stúlku við lystarstol og lotugræðgi. Arna Þórsdóttir hefur verið veik í sex ár og lýsir á einlægan hátt upphafi sjúkdómsins, innlögn á BUGL (barna- og unglingageðdeild) og hvernig hún þróaði með sér lotugræðgi eftir að hafa barist við lystarstol. Í myndinni er jafnframt fjallað um áhrif sjúkdómsins á fjölskyldu og vini. Lotugræðgi og lystarstoli hefur verið lýst sem erfiðustu og illlæknanlegustu geðsjúkdómum sem hægt sé að fá. Talið er að nokkur þúsund manns þjáist af átröskun hér á landi og fer tilfellum fjölgandi. Lystin að lifa veitir innsýn í hinn hulda heim átraskanna og er jafn fræðandi og hún er átakanleg. Á meðan tökum stóð ætlaði Arna að ná bata. Nær hún að losna úr viðjum sjúkdómsins?

Lystin að lifa er fyrsta heimildarmynd Berghildar Erlu Bernharðsdóttur og Ástu Sólar Kristjánsdóttur.

Um myndina

  • Flokkur: Heimildamynd
  • Frumsýnd: 13. október, 2007
  • Lengd: 29 mín. 2 sek.
  • Tungumál: Íslenska

Aðstandendur og starfslið

Fyrirtæki

Útgáfur

  • Bergsól, 2007 – DVD