Samtök kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, Women in Film and Television, voru stofnuð í Los Angeles á sjöunda áratugnum með það aðalmarkmið að stuðla að fjölbreytni í myndrænum miðlum með því að virkja konur, gera þær sýnilegri og styðja þátttöku þeirra í öllum hlutverkum í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis.

Samtökin starfa nú í rúmlega fjörutíu löndum og eru með yfir 10.000 skráða meðlimi. Í lok september 2006, stofnuðum við Íslandsdeild WIFT á Íslandi, skammstafað KIKS.

Sækja um aðild.

Þú sækir um aðild að WIFT á Íslandi, með því að smella á Skrá í WIFT og greiða félagsgjald.

Meðlimir. Full aðild. Rétt til fullrar aðildar að samtökunum hafa allar konur sem starfa eða stunda nám við kvikmyndagerð eða sjónvarpsgerð, styðja meginmarkmið samtakanna og greiða félagsgjöld. Meðlimir hafa atkvæðisrétt á aðalfundum og leyfi til þátttöku í starfi og viðburðum samtakanna. Fullgildir aðilar hafa rétt til að kenna sig við félagið og nota skammstöfunina KIKS, Wift á íslandi með nafni sínu.

Gengið er í samtökin með því að greiða félagsgjöld. Félagsgjaldið greiðist í netbanka og eru þau rukkuð inn einu sinni á ári. Skráningu úr samtökunum skal skila skriflega til stjórnar. Félagsgjöld eru ekki endurgreidd. Ef félagi endurnýjar ekki félagsgjaldið, fellur aðild úr gildi.

Styrktaraðilar. Einstaklingum sem styðja markmið samtakanna en uppfylla ekki skilyrði greinar 4.1 er heimilt að ganga í samtökin sem styrktaraðilar. Öðlast þeir öll réttindin fullgildra meðlima að undanskildum atkvæðisrétti á aðalfundi samtakanna.

Þú getur haft samband við WIFT með því að senda póst á: wiftis@gmail.com

Stjórn WIFT skipa:

María Lea Ævarsdóttir formaður Sólrún Freyja Sen varaformaður Þurý Bára Birgisdóttir gjaldkeri Hafdís Kristín Lárusdóttir meðstjórnandi Sigrún Vala Valgeirsdóttir meðstjórnandi/varamaður Dagbjört Lilja Kristjánsdóttir meðstjórnandi/varamaður Dögg Mósesdóttir fulltrúi WIFT á Íslandi hjá WIFT Nordic.

Upplýsingar um bankareikning Wift á Íslandi.

Hér má leggja inn félagsgjöld eða styrki frá þeim sem vilja styðja við bakið á félaginu. LANDSBANKINN kt: 620906 0690 RN: 0101 26 060690

Vertu með WIFT á:

Facebook Twitter Youtube G+