Börn til sölu, 2009
Börn til sölu er um mansal á stúlkubörnum í Kambódíu þar sem tugþúsundir ungra stúlkna eru árlegai seldar í þrælkunarvinnu, kynlífsánauð og vændi. Í þessari heimildarmynd er fylgst með lífi nokkurra slíkra stúlkna. Rætt er við stúlkur sem eru í kynlífsánauð, stúlkur sem tekist hefur að bjarga og hjálparstarfsmenn í Kambódíu. Kabódíska þjóðin er enn […]
Íslenskt forystufé, 2009
Myndin fjallar um sérstakt kyn búfjár sem haldist hefur óbreytt hér á landi síðan á landnámsöld. Það er sérstaklega þessi tegund sauðfjár sem við getum þakkað fyrir að hafa haldið í okkur lífinu í 1100 ár. Forystufé hefur ekki verið kynbætt og hefur annað hegðunarmynstur en venjulegar kindur – en það er forystueðlið sem gengur […]
Stelpurnar okkar, 2009
Stelpurnar okkar fjallar um baráttu íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu um að komast á Evrópumeistarmótið í Finnlandi 2009 fyrst allra íslenskra landsliða. Í myndinni kynnumst við litríkum stelpum, draumum þeirra og metnaði. Samkeppnin um að komast í liðið er hörð og stelpurnar eiga í baráttu innbyrðis sem andstæðingar með félagsliðum sínum. Þóra Tómasdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir […]
Uppistandsstelpur, 2009
Uppistandsstelpur fjallar um ellefu ungar konur sem eru orðnar leiðar á kvennaleysi í uppistandi á Íslandi. Þær ákveða að stofna sjálfar uppistandshóp en nær engin þeirra hefur komið nálægt grínsviðinu áður. Stelpurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar, frá anarkistum og magadansmeyjum til lesbískra doktorsnema og húsmæðra í Vogunum. En eru þær fyndnar? Fylgst […]
Þetta kalla ég dans, 2009
Um hvað snýst nútímadans og hvernig er líf þeirra sem helga sig dansinum sem listgrein? Erna Ómarsdóttir er einn þekktasti nútímadansari Evrópu og hefur tvisvar verið tilnefnd sem besti nútímadansari álfunnar. Hún lærði í Brüssel og hefur búið þar síðustu 13 ár. Meðal þekktustu verka hennar hér á landi eru: We are all Marlene Dietricht […]
From Oakland to Iceland: A Hip-Hop Homecoming, 2008
Um myndina Myndin fjallar um heimkomu íslenska plötusnúðsins Illuga, sem hefur búið í Oakland í Kaliforníu frá barnsaldri og getið sér gott orð þar. Myndin fylgir Illuga eftir á 3 vikna tónleikaferðalagi um Ísland þar sem hann sýndi hæfni sína sem „scratch” og „trick” plötusnúður og skoðar íslensku hip-hop senuna með augum aðkomumannsins. Flokkur: Heimildamynd […]
Galdrakarlinn á Súganda, 2008
Um myndina Heimildarmyndin Galdrakarlinn á Súganda var tekin upp á æfingum og í undirbúning Leikfélagsins Hallvarðs súganda á leikritinu Galdrakarlinn í Oz sumarið 2007. Flokkur: Heimildamynd Frumsýnd: 14. desember, 2008 Tungumál: Íslenska Titill: Galdrakarlinn á Súganda Alþjóðlegur titill: Galdrakarlinn á Súganda Framleiðsluár: 2008 Framleiðslulönd: Ísland Frumsýningarstöð: RÚV KMÍ styrkur: Nei Upptökutækni: DV Myndsnið: 4:3 Litur: […]
Konur á rauðum sokkum, 2008
Konur á Rauðum sokkum er heimildamynd sem fjallar um hina íslensku rauðsokkahreyfingu er starfaði allan áttunda áratuginn. Í myndinni er saga hreyfingarinnar rakin og fjallað um helstu baráttumál kvenna á þessum árum. Um myndina Flokkur: Heimildamynd Lengd: 59 mín. 24 sek. Tungumál: Íslenska Aðstandendur og starfslið Leikstjórn: Halla Kristín Einarsdóttir Stjórn kvikmyndatöku: Halla Kristín Einarsdóttir, […]
Afríkan okkar, 2007
Myndin lýsir ferð systranna Auðar og Ernu til Sambíu í Afríku. Þær fara með foreldrum sínum og fleirum úr fjölskyldunni til að heimsækja ættingja pabba síns, en hann er frá Sambíu. Erna og Auður sjá og upplifa margt fróðlegt og skemmtilegt. Höfundur og leikstjóri er Anna Þóra Steinþórsdóttir. Um myndina Flokkur: Heimildamynd Lengd: 27 mín. […]
Ísklifrarinn, 2007
Ísklifrarinn er heimildamynd um Guðmund Hafstein, 10 ára gamlan dreng, sem er klifrari af ástríðu. Hann æfir klifur innandyra í Klifurhúsinu. Þegar hann hefur náð góðum tökum á klifrinu fer fjölskylda hans með hann í ferðalag þar sem hann fær að reyna sig á alvöru klettum. Þetta hefur verið draumur hans og tilgangurinn með klifuræfingunum. […]