Anna Hallgrímsdóttir býr í Reykjavik ásamt tveimur sonum sínum. Langþreytt á kuldanum á Íslandi ákveður hún að selja rekstur sinn og flytja af landi brott. Reksturinn, sem er kannabissala, blómstrar og Anna ráðgerir að selja hann fyrir gott verð. Kaupandinn er eiturlyfjasali sem segist geta útvegað kaupverðið á næstu 48 tímum (innifalinn í kaupverðinu er síminn sem viðskiptavinir hennar hringja í til að panta efni). Á þessum tveimur sólarhringum tekst Önnu að rata í ýmsar „séríslenskar fjölskyldutengdar uppákomur” samtímis sem eldhúsið hennar fyllist af kúnnum/vinum sem slá þar upp gleðskap á meðan að þeir bíða hennar til að kaupa dagskammtinn.

Flokkur: Kvikmynd
Frumsýnd: 8. ágúst, 2008
Tegund: Gaman, Drama
Lengd: 90 mín.
Tungumál: Íslenska

Aðstandendur og starfslið
Leikstjórn: Sólveig Anspach
Handrit: Sólveig Anspach, Jean-Luc Gaget
Stjórn kvikmyndatöku: Bergsteinn Björgúlfsson, Árni Sveinsson
Klipping: Anne Riegel
Tónlist: Martin Wheeler, Sigurður Guðmundsson
Aðalframleiðandi: Skúli Fr. Malmquist, Þórir S. Sigurjónsson, Patrick Sobelman

Leikarar
Aðalhlutverk: Didda Jónsdóttir, Jörundur Ragnarsson

Fyrirtæki
Framleiðslufyrirtæki: Zik Zak kvikmyndir, Ex Nihilo
Styrkt af: Kvikmyndamiðstöð Íslands, Eurimages

Þátttaka á hátíðum
Ultima Thule, ýmsir sýningarstaðir, Pólland, 2016
Scandinavia House, 2009
Kaunas International Film Festival, 2009
Nordic Heritage Museum, 2009
Nordic Lights Film Festival, 2009
Cleveland International Film Festival, 2009
Mar del Plata Film Festival, 2008 – Verðlaun: Nominated for Best Film
Locarno Film Festival, 2008 – Verðlaun: Variety Piazza Grande Prize
Sevilla Festival De Cine Europeo, 2008
Edduverðlaunin / Edda Awards, 2008 – Verðlaun: Tilnefnd fyrir Leikonu ársins í aðalhlutverki (Didda Jónsdóttir).