Umsóknarfrestur fyrir handritasamkeppni Doris Film rann út 1.maí síðastliðinn en fresturinn var lengdur til 7.maí vegna fjölda fyrirspurna. Markmið samkeppninnar, sem er eftir sænskri fyrirmynd, er að framleiða stuttmyndir með konum í öllum lykilhlutverkum fyrir framan og aftan myndavélarnar. Stuttmyndirnar verða m.a. sendar á kvikmyndahátíðir og nýttar sem kennsluefni í myndlæsi þar sem rýnt verður í birtingarmynd kynjanna í kvikmyndamiðlinum. Mikill áhugi var fyrir keppninni og fjöldi umsókna fór fram úr björtustu vonum en alls bárust 102 umsóknir.  Dómnefndin er skipuð í samstarfi við Wift í Noregi samanstendur af tíu framleiðendum. Dómnefndin mun velja tíu handritstillögur fyrir næsta stig keppninnar þar sem beðið verður um fullunnið handrit.  Í júli verður tilkynnt hvaða 10 tillögur komast áfram og mun höfundum þeirra gefast kostur á handritaráðgjöf ef þær kjósa. Áætlað er að fimm handrit standi eftir að keppninni lokinni og fara þau handrit í framleiðsluferli. Handritasamkeppnin var nafnlaus í fyrstu umferð en hér fyrir neðan er listi yfir titlana sem bárust:

…og það varst þú
(KEF) Ride
13-30
Á ég að gæta bróður míns
Aftur heim
Andartakið
Autumn
Backpackers
Becoming Stella
Borgargarnið Júlía
Blátt lítið blóm eitt
Brenna
Chasity
Dómsdagur
Droplaugarstaðir
Dúfnaskítur á reglugerðunum
Ef þú bara vissir
Eikí Breikí Hjarta
Einleikur Domnique
Einn dagur af mörgum
Eirðalaus
Ekta fyrirmynd
Elsa
Endurfæðing
Endurminning
Eydís
Family Portrait
Fiskiflugur
Fjallaferð
Fjölskyldan mín
Flutningar
Frelsun
Frosin
Frú Freyja
Fyrir mömmu
Gas
Geymt en ekki gleymt
Gifting
Glerbrot
Græðlingur
Grjótið
Guðrúnar-kviða
Hælið
Halla
Hanna á Hæðinni
Hjónasport
Hún ein
Hvíta konan
Í leit að sjálfri sér
Illska
Karma Louisa
Kjarnaval
Kolka
Kona um konu, frá kynslóð til kynslóðar
Konan í eldhúsglugganum
Konukvöld
Kvalfjörður
Lán í óláni
Laun heimsins
Leyndarmál lífs og dauða
Líf eftir maka
Lífið finnur sér leið
Listen to me
Made into water
Mengun
Miðvikudags eftirmiðdagur
Myrkfælni
Óður til sólarinnar
Off piste
One of them
Ör
Qividoq
Rikka Rebel
Rósa frænka og ókunni gesturinn
Rotnun
Running with the big boys
Sæðisgjafinn
Safnið
Sex á stofu
Snæbjörg
Snæfríður draugasaga
Stuff
Sublime-inal
Svona er þetta bara
Takk
The equal world
The Magnolia Cafe
The Room of doom
The three things that never happened
THE MS. MASONRY IN ICELAND.
Tvær
Tveir heimar
Type and release
Uppljómað sálarástand klaufdýra
Úrhrakið
Wild Rose/Rósin Rauða
World made of tears
Þessi besti aldur
Þögnin
Þolanlegt á jörð
Þrá
Louisa