Aðalfundur WIFT á Íslandi fór fram á Hallveigarstöðum þann 23. febrúar síðastliðinn, á konudaginn. Á fundinum fóru fram almenn aðalfundarstörf auk þess sem ný stjórn var kosin. Fráfarandi stjórn lætur öll af störfum og við þökkum henni fyrir vel unnin störf undanfarin tvö ár. Dögg Mósesdóttir f.v. varaformaður mun þó sitja sem varamaður stjórnar og fulltrúi WIFT á Íslandi hjá WIFT Nordic.

Í nýrri stjórn eru Anna Sæunn Ólafsdóttir forseti, María Lea Ævarsdóttir varaforseti, Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir gjaldkeri, Helena St. Magneudóttir meðstjórnandi, Silla Berg meðstjórnandi og Vala Þórsdóttir meðstjórnandi. Í núverandi stjórn sitja því 6 konur sem ætla að láta til sín taka næstu 2 árin.